top of page
Velkomin á heimasíðu kvenfélagsins Líkn

​Kvenfélagið Líkn er félag í Vestmannaeyjum sem var stofnað árið 1909. Aðal markmið félagsins frá byrjun hefur verið að styðja sjúka í Vestmannaeyjum og Sjúkrahús Vestmannaeyja, síðar Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja. Frá miðri síðustu öld hefur félagið gefið til sjúkrahússins nánast á hverju ári og er heildarverðmæti gjafanna varlega áætlað nokkur hundruð milljónir króna. Það liggur við að annar hver hlutur á Heilbrigðisstofnuninni sé merktur sem gjöf frá Líkn og lýsir það mjög vel hvað félagið hefur þýtt fyrir stofnunina í gegnum árin, enda er Heilbrigðisstofnunin eitt best búna sjúkrahúsið á landsbyggðinni. Auk sjúkrahússins hefur félagið styrkt Hraunbúðir (dvalarheimili aldraðra), barnaheimilin, kirkjuna, íþróttamiðstöðina, ásamt fjölda einstaklinga og heimila í bænum.

bottom of page