top of page

Saga félagsins

​
Aðalhvatamaðurinn að stofnun Kvenfélagsins Líknar var læknirinn Halldór Gunnlaugsson. Hann fann að sterk þörf var fyrir samhug fólks og því fannst honum kjörið að stofna kvenfélag. Var félagið stofnsett þann 14. febrúar 1909. Forstöðukona félagsins var Jóhanna Árnadóttir.

Halldór gaf félaginu nafn sem hann taldi að væri viðeigandi samkvæmt tilgangi þess sem var að líkna og hlynna að bágstöddum sjúklingum í Vestmannaeyjum svo og til þess að veita aðra þá aðstoð sem félagið sæi sér fært um að veita hverju sinni.

Í kvenfélaginu Líkn eru skráðar 117 félagskonur. Allar þessar konur vinna saman að hinum ýmsu störfum félagsins, eftir bestu getu og hentugleikum hverrar fyrir sig. Á fundum fáum við til okkar fyrirlesara eða kynningar á ýmsum störfum, og stundum höldum við námskeið til að efla okkar konur. Einnig gerum við okkur glaðan dag þar má nefna óvissuferðir og skemmtikvöld fyrir félagskonurnar. Það gefur mikið að vera í félagi eins og Kvenfélaginu Líkn, verkefnin eru margbreytileg og flestar konur geta fundið eitthvað við sitt hæfi, einnig myndast góður vinskapur milli félagskvenna.

bottom of page